Leikskólanefnd, fundur nr. 2 - 2007

09.05.2007 00:00

Mætt voru Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Bernharð Arnarson, Hugrún Hermannsdóttir leikskólastjóri og Stella Sverrisdóttir fyrir hönd foreldra.

 

Í upphafi fundar voru nýi leikskólann og framkvæmdir við eldri part skoðaðir. Leist fundarmönnum vel á.

 

1. Vígsla Álfasteins

Rætt var um hvenær og hvernig best væri að hafa vígsluna á leikskólanum. Áætluð verklok við breytingar á eldra húsnæði er 1. júní og telur nefndin að best sé að stefna á vígslu 9. júní n.k.. Boðgestum yrði boðið í milli 11 og 12 og leikskólinn svo opinn almenningi milli 12 og 14. Leikskólastjóra og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

 

2. Eldhúsmál

Nýtt eldhús tekið út og líst nefndinni vel á aðstöðuna. Nefndinni leggur til að skoðaður verði grundvöllur fyrir að ráða starfsmann í eldhúsið og að elda matinn á staðnum.

 

3. Barnafjöldi í haust

Eins og staðan er í dag lítur út fyrir að fjöldi barna verð eins eða svipaður næsta vetur og hann var s.l. vetur. Eftirspurn hefur verið mætt og biðlistar engir.

 

4. Frágangur garðs

Rætt um hvað gera þurfi í garðinum til að koma honum í nothæft stand á ný. Nefndin leggur til að rætt verði við garðverktaka til að laga garðinn til. Skoða skal hvort vinnuskólinn geti að einhverjum hluta komið að þessu.

 

5. Utanhúsklæðning á eldri hluta

Nefndin áréttar að brýnt sé að koma klæðningu á eldri hluta í samræmi við nýja hlutann. Jafnvel að gera það í sumar að einhverju eða öllu leyti. Mikill gólfkuldi er í hluta af eldri parti og rætt var um möguleika á lagfæringum á því.

 

Trúnaðarmál rædd.

 

Fundi slitið um 22:30

Bernharð Arnarson