Húsnefnd félagsheimilanna, fundur nr. 2 - 2006

04.10.2006 20:00

 

Miðvikudaginn 4. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Sveitarstjórn kaus í nefndina þau Árna Arnsteinsson, formann, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir.

Á fundinn komu allir nefndarmenn og auk þess Sighvatur Stefánsson og Þórður Steindórsson, húsverðir, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1. Verkaskipting nefndarmanna

Jóhanna María Oddsdóttirvar kosin varaformaður og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir var kosin ritari.

 

2. Staða framkvæmda

Farið var yfir þær endurbætur sem gerðar voru á Hlíðarbæ í sumar. Húsið var málað að utan og skipt um járn á þaki aðalsalar. Endurbæturnar tókust vel og voru innan kostnaðaráætlunar.

 

3. Næstu verkefni

Farið yfir næstu verkefni við viðhald Hlíðarbæjar. Fyrirhugað hefur verið að setja nýja klæðningu neðan í loftið i salnum og nýja lýsingu í salinn. Fram kom að Þröstur í Opus ehf. hefði ekki tök á að teikna uppsetninguna klæðningarinnar að svo stöddu.

Ákveðið var að óska eftir því að smiður hússins setji upp nýja klæðningu í samvinnu við húsnefndina og að leitað verði til Jóhannesar Axelssonar um að teikna nýja lýsingu í salinn. Ákveðið að fundur húsnefndarinnar um málið með þeim verði næsta miðvikudag, 11. október.

 

4. Verkefni næsta árs

Rætt um að hugsanleg viðhalds- og endurbótaverkefni við Hlíðarbæ á næsta ári. Meðal þess sem nefnt var:

·         frágangur bílastæðis og annars umhverfis,

·         afgirtur útipallur,

·         endurgerð anddyris,

·         endurbætur á snyrtingum

·         endurnýjun gluggatjalda

Ákveðið var að leita til Ragnheiðar Sverrisdóttur, arkitekts, um ráðgjöf í þessum málum.

 

5. Rekstur Mela árið 2005

Þórður Steindórsson gerði grein fyrir ársuppgjöri félagsheimilisins Mela fyrir árið 2005. M.a. kom fram að rekstrarafgangur ársins var 111 þús. kr. og ekki var þörf á að eigendur félagsheimilisins legðu fram rekstrarfé til þess á því ári.

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 22:20