Hreppsnefnd Arnarneshrepps, fundur nr. 98

21.01.2010 20:05
Dags. 21. Janúar 2010
 
 

Fimmtudaginn 21. janúar 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 20:05.

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Fundargerð frá fundi fjallskilastjóra Arnarneshrepps og fjallskilanefndar Hörgárbyggðar frá 15. desember sl.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

 

2. Fundargerð frá 4. fundi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar frá 7. jan. sl.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

 

3. Fundargerð frá 5. fundi samstarfsnefndar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar frá 14. jan. sl.

Stefnt er að sameiginlegum fundi sveitarstjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar þann 28. janúar nk.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

 

4. Fundargerð frá 7. fundi samvinnunefndar um svæðisskipulagEyjafjarðar frá 14. desember sl.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Fundargerð frá 75. fundi byggingarfulltrúa Eyjafjarðar frá 15. desember sl.

Fundargerðin er í 9 liðum. Liður 7 fjallar um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð númer 3 á sumarhúsasvæði á jörðinni Þrastarhóli, Arnarneshreppi. Liður 8

fjallar um leyfi fyrir sambyggðu gesta- og geymsluhúsnæði á eignarlóð úr jörðinni Þrastarhóli, Arnarneshreppi. Liður 9 fjallar um leyfi til að byggja lausagöngufjós, bogaskemmu, á jörðinni Ytri-Reistará, Arnarneshreppi.

Liðir 1-6 lagðir fram til kynningar en liðir 7-9 samþykktir.

 

6. Fundargerð frá jólafundi Byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 15. des. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Fundargerð frá stjórn Eyþings 210. fundur, frá 9. des. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18 frá 4. des. sl.

Fundargerðin er í 6 liðum. Liður 5 fjallar um fjárhagsáætlun vegna ársins 2010, þar kemur fram að framlag Arnarneshrepps er áætlað 277.474 kr. Fundargerðin og fjárhagsáætlunin lögð fyrir og samþykkt.

 

9. Almannavarnir Eyjafjarðar, sameining nefnda

Bréf frá 15. jan. sl.

Hreppsnefnd Arnarneshrepps samþykkir fyrir sitt leyti sameiningu almannavarnanefndar Eyjafjarðar og Fjallabyggðar.

 

10. Skipulagsstofnun varðandi breytinguna á aðalskipulaginu á Hjalteyri

Afrit af bréfi dags. 13. jan. sl. til umhverfisráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Erindi frá Bjarna E. Guðleifssyni varðandi styrkbeiðni vegna Heimaslóð

Bréf frá 11. des. sl

Óskað er eftir styrk að upphæð 25.000 kr vegna útgáfu 9. heftis af Heimaslóð.

Hreppsnefnd samþykkir erindið.

 

12. Skýrsla milliþingnefndar búnaðarþings um fjallskil

Lagt fram til kynningar.

 

13. Bréf frá Sævör og Sportferðum varðandi Köfunarmiðstöð á Hjalteyri

Hreppsnefnd samþykkir að veita þeim leyfi til að nota suðausturhornið í fiskverkunarhúsinu á Hjalteyri undir þessa starfsemi fram á nk. haust, nema annað verði ákveðið.

 

14. Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi refaveiðar

Bréf frá 5. jan. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Íbúafjöldi 2008-2009 á svæði Eyþings

Fram kemur að íbúafjöldi Arnarneshrepps var 177 þann 01.12.09 en var 176 þann 01.12.08.

 

16. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi Syðri-Bakka

Bréf frá 30. des. sl.

Hreppsnefnd Arnarneshrepps hefur enn áhuga á því að skoða með að nýta sér forkaupsrétt á jörðinni en ekki hefur enn komið fram hve mikið ríkissjóður vill fá fyrir jörðina eða hvenær hún verður seld.

 

17. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra varðandi deiliskipulagstillöguna vegna Skógarness

Bréf frá 28. des. sl. Fram kemur að HNE gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Lagt fram til kynningar.

 

18. Kynning á klúbbnum Geysi og ósk um fjárstyrk. Bréf frá 15. des. sl.

Erindinu hafnað.

 

19. Drög að samningi um urðun úrgangs

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:30.