Hreppsnefnd Arnarneshrepps, fundur nr. 102

20.04.2010 20:10

Þriðjudaginn 20. apríl 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl: 20:10

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

1. Ársreikningur Arnarneshrepps vegna 2009 – fyrri umræða

Ársreikningur lagður fram til fyrri umræðu. Steindór og Kristján frá Grófargili komu og kynntu ársreikninginn. Tekjur voru kr. 100.723.084 og gjöld kr. 101.503.915. Niðurstaða fyrir afskriftir er neikvæð um kr. 780.831 og afskriftir voru kr. 5.273.100. Niðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er neikvæð um kr. 6.053.931, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld neikvæð um kr.1.033.609. Rekstrarniðurstaða ársins er því neikvæð um kr. 7.087.540.

Nokkrar breytingar voru ræddar og að lokum var ársreikningnum vísað til annarrar umræðu.

 

2. Ársreikningur Þelamerkurskóla vegna 2009 – fyrri umræða

Ársreikningur Þelamerkurskóla fyrir árið 2009 lagður fram til fyrri umræðu. Framlag Arnarneshrepps vegna reksturs skólans var kr. 32.948.911.

Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og honum vísað til annarrar umræðu.

 

3. Ársreikningur ÞMS vegna 2009 – fyrri umræða

Ársreikningur ÍMÞ fyrir árið 2009 lagður fram til fyrri umræðu. Framlag Arnarneshrepps vegna reksturs ÍMÞ var kr. 2.257.484

Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn og honum vísað til annarrar umræðu.

 

4. Bréf frá Eyþingi dags. 14. apríl sl. Tilnefning fulltrúa í verkefnastjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga.

Arnarneshreppur mun ekki tilnefna fulltrúa í verkefnisstjórn um sameiningarkosti sveitarfélaga eins og óskað er eftir.

 

5. Bréf frá Jóni Páli og Jónínu dags. 10. apríl sl. vegna nafns á landi þeirra.

Hreppsnefnd samþykkir að nafni á lóð þeirra Björg 218651 verði breytt í Björg 4.

 

6. Bréf frá Lene Zachariassen, dags. 12. apríl sl., vegna húsnæðis á Hjalteyri.

Afgreiðslu frestað.

 

7. Bréf frá UMSE frá 8. apríl sl. Árskýrla UMS 2009

Lagt fram til kynningar.

 

8. Bréf frá Íslenska Gámafélaginu frá 12. apríl sl. Framlenging á samning.

Íslenska Gámafélagið staðfestir hér með framlengingu á samningnum um losun og leigu á grænu tunnunni til 30. september n.k.

 

9. Eyfirski söguhringurinn, bréf frá 12. apríl sl. Styrktarbeiðni.

Hreppsnefnd ákveður að styrkja verkefnið um 60.000 kr. sem notist í prentkostnað vegna kynningarbæklings.

 

10. Fundargerð frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 9. Fundur.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Fundargerð frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 10. fundur frá 22. Mars sl. ásamt bréfi frá nefndinni.

Hreppsnefnd Arnarneshrepps samþykkir að leið 2.b. verði farin.

 

12. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 7. apríl sl. Staðfesting sameiningar.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti dags. 19. mars sl. Endurgreiðsla tryggingagjalds.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Fundargerð frá stjórn Eyþing 211. fundur frá 4. mars sl.

Lagt fram til kynningar.

 

15. Breytingar á stofnskrá Minjasafnins á Akureyri

Framlagðar breytingar samþykktar.

 

16. Breyting á aðalskipulagi Arnarneshrepps – minnkun iðnaðarlóðar

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017, sem felur í sér að svæði fyrir stóriðnað, sem kennt er við Dysnes, sem gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir að sé um 110 ha, verði um 59 ha. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að skilgreiningu svæðisins verði breytt þannig að í stað svæðis fyrir stóriðnað, eins og gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir, verði þar gert ráð fyrir iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Hreppsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

17. Deiliskipulag frístundasvæðis í landi Arnarness

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Arnarness. Svæðið nefnist Skógarnes og er samtals um 40 ha að stærð. Þar er gert ráð fyrir 34 lóðum fyrir frístundahús, hver um sig 5.081 - 16.552 m2 að stærð. Tillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.

Hreppsnefnd samþykkir tillöguna, eins og hún liggur fyrir, og felur oddvita að annast gildistöku hennar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 23:20