Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 6 - 2007

15.11.2007 15:00

Fimmtudaginn 15. nóvember 2007 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Heimsókn forseta Íslands

Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar mun forseti Íslands koma í Þelamerkurskóla 16. nóv. nk.

Farið yfir fyrirkomulag heimsóknarinnar.

 

2. Afritunarbúnaður fyrir tölvukerfi Þelamerkurskóla

Lagt fram tilboð í afritunarbúnað fyrir tölvukerfi Þelamerkurskóla.

Ákveðið varð að bæta þessum búnaði inn í rekstrarleigusamning um tölvubúnað fyrir skólann, sem gerður var sl. vetur.

 

3. Umsóknir um framlag til verkefnisins “Stefnumót”

Lögð fram afrit af umsóknum til Menningarráðs Eyþings og til Menningarsjóðs KEA um framlög til verkefnis sem nefnist “Stefnumót”. Það felst í því að stefna saman þremur listamönnum úr jöfn mörgum listgreinum, jafnframt því að nemendur fái tækifæri til að eiga samskipti við listamenn mismunandi listgreina og kynnast menningararfi heimabyggðarinnar.

 

4. Samningur um ráðgjafarþjónustu

Skólastjóri ræddi gildandi samning um ráðgjafarþjónustu, m.a. fyrir grunnskóla. Samningurinn rennur út um næstkomandi áramót.

 

5. Fjárhagsáætlun ársins 2007, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007. Að lokum umræðum var drögunum breytt þannig að heildarframlag sveitarfélaganna á árinu verði 105.000 þús. kr.

 

6. Fjárhagsáætlun ársins 2008

Rætt um forsendur fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.

Framkvæmdanefndin leggur til við sveitarstjórnirnar gert verði ráð fyrir að heildarrekstrarkostnaður skólans á árinu verði 89 millj. kr. og að árinu verði gert verði ráð 3 millj. kr. til viðhalds.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:30