Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 4 - 2004

31.08.2004 14:45

Þriðjudaginn 31. ágúst 2004, kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í matsal skólans. Mættir voru:  Anna Lilja Sigurðardóttir, Ármann Búason, Helgi Steinsson, Hjördís Sigursteinsdóttir og Unnar Eiríksson.  Auk þess kom bókhaldari skólans Helga Erlingsdóttir vegna fyrstu fjögurra dagskrárliða. 

Í upphafi fundar baðst Ármann Búason undan því að rita fundargerðir í vetur og lagði til að Hjördís Sigursteinssdóttir tæki að sér fundarritun.  Þetta var samþykkt.  Fundurinn hófst kl. 14:45.

 

Fyrir var tekið:

Áður en gengið var til dagskrá óskaði Anna Lilja eftir því að fá að bera fram eina fyrirspurn varðandi umsjón með skólahúsnæði, hvort það væri í hennar valdi að sjá um eða að ráðstafa því starfi.  Framkvæmdanefnd staðfesti að svo væri enda var henni það falið við ráðningu. 

 

1. Ársreikningur Þelamerkurskóla

Helga Erlingsdóttir lagði fram Ársreikninga Þelamerkurskóla til undirritunar.

 

2. Endurskoðuð fjárhagsáætlunar 2004

Helga telur að fjárhagsáætlun komi til með að standast þokkalega í heildina og sér ekki ástæðu til þess að gera breytingar að svo komnu máli.  Hún óskaði eftir því að fá að setja viðhaldsliði inn á sérdeild til einföldunar.  Þetta var samþykkt.

 

3. Fjárhagsleg staða vegna rekstrar 2004

Búið er að færa bókhald til 31. júlí.  Anna Lilja óskaði eftir því að fá að færa á milli liða þar sem einhverjir liðir fara augljóslega framúr áætlun en aðrir eru vannýttir.   Þetta var samþykkt og verður staðan skoðuð betur á næsta fundi.

Rætt var staðan í tölvumálum en tveir kennarar hafa skilað inn fartölvum sem tilheyra rekstrarleigusamningnum.  Ákveðið var að nýir kennarar geti annað hvort leigt þessar tölvur af skólanum og farið með þær heim eða nýtt sér þær sem borðtölvur í skólanum.  Skólinn kemur til með að eignast þessar tölvur.

 

4. Staða viðhaldsframkvæmda

Flestum viðhaldsverkefnum er lokið nema við Laugarlandshúsið og tengja hita í stétt fyrir utan skólann.  Talið er að um milljón sé eftir að viðhaldsfé.  Árni húsvörður hefur farið fram á það að baðherbergið í hans íbúð verði klárað sem fyrst.  Samþykkt var að klára það sem lofað var í Laugarlandshúsinu og að tengja hitann í stéttina.  Þegar þeim framkvæmdum er lokið verður staðan endurskoðuð. 

Anna Lilja kom með fyrirspurn varðandi breytingar á framkvæmdaröð viðhaldsverkefna.  Framkvæmdanefnd telur að skólastjóri hafi frjálsar hendur varðandi tímaröð viðhaldsverkefna svo framalega sem verkefnin hafi verið samþykkt.

 

5. Sumarútleigan

Anna Lilja sagði í stuttu máli frá útleigumálum á liðnu sumri.  Telur hún að skólinn hafi fengið nær 500 þús. í leigutekjur og var hún ánægð með hvernig til tókst.

 

Fyrstu umræður um fjárhagsáætlun 2005.
Anna Lilja bar fram fyrirspurn um hvenær fjárhagsáætlun fyrir 2005 þyrfti að vera tilbúin.  Framkvæmdanefnd lagði til að fjárhagsáætlun skildi liggja fyrir í síðasta lagi 1. nóvember. 

           

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  16:30