Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 2 - 2004

24.02.2004 00:00

Fundur haldinn í framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla 24/2 2004. Mættir voru Anna Lilja skólastjóri, Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri, Hjördís Sigursteinsdóttir, Helgi Steinsson og Ármann Búason.

 

1.    Skólastjóri setti fund. Gerði að umtalsefni, beiðnir um afnot að mötuneytissal fyrir veislur og mót. Einnig afnot á herbergjum á heimavist. Spurði hvar hægt væri að vísa fólki á tjaldstæði. Rætt var um túnið norðan heimreiðar að Laugalandi og íþróttarvöll ef hann er laus. Þetta þarf að skoða. Skólastjóri tekur að sér að setja upp gjaldskrá fyrir afnot að staðnum. Ákvörðun verður svo tekin á næsta fundi framkvæmdanefndar.

 

2.    Það kom fram hjá skólastjóra að það væri í skoðun að halda árshátíð skólans í Hlíðarbæ.

 

3.    Umræða um viðhald (endurbætur) á íbúðarhúsi á Laugalandi.  Skólastjóri gengur í að fá tilboð í viðhaldsliði sem ákveðnar voru í fjárhagsáætlun. Síðan verður metið hver staðan er, hvort einkverju þarf að slá á frest, til næsta árs og þá hverju.

 

 4.    Unnar spurði hvort ekki væri rétt að leita til Legatssjóðs eiganda íbúðarhúss (gamla) á Laugalandi, hvort þeir væru tilbúnir að taka þátt í endurbótum á íbúðarhúsinu. Skólastjóra falið að kanna málið hjá formanni Legatssjóðs.

 

Fleira ekki bókað.

Ritari: Ármann Búason