Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 1 - 2010

09.03.2010 15:00

Þriðjudaginn 9. mars 2010 kl. 15:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Mannahald og tímakvóti næsta árs

Lagt fram yfirlit yfir nemendafjölda, deildir o.fl. vegna skólaársins 2010-2011. Þar er gert ráð fyrir 84 nemendum. Umræður urðu um ýmsa þætti yfirlitsins.

 

2. Gjaldskrá v/útleigu á húsnæði skólans

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir útleigu á húsnæði skólans. Gildandi gjaldskrá er frá því í febrúar 2008. Drögin gera ráð fyrir 20% hækkun gjaldskrárinnar.

Framkvæmdanefndin samþykkti drögin með breytingum.

 

3. Bréf frá Sportrútunni ehf. um útleigu

Lagt fram tölvubréf, dags. 25. febrúar 2010, frá Sportrútunni ehf., þar sem óskað er eftir viðræðum um afnot af hluta skólahúsnæðisins til útleigu.

Framkvæmdanefndin samþykkti að skólastjóri ræði við bréfritara um efni bréfsins.

 

4. Doktorsnám skólastjóra

Skólastjóri gerði grein fyrir fyrirætlunum sínum um að hefja doktorsnám á næsta skólaári, ef vilyrði fæst frá framkvæmdanefndinni um launalaust leyfi í eitt ár, sem kæmi til framkvæmda eftir nokkur ár. Samþykkt var að gefa ofangreint vilyrði.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:00.