Framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla, fundur nr. 1 - 2007

11.01.2007 15:45

Fimmtudaginn 11. janúar 2007 kl. 15:45 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 

1. Samstarf Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar

Á fundinn kom Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar. Hann og skólastjóri greindu frá umræðum síðustu daga um samstarf stofnananna næstu mánuði.

Skólastjóri óskaði eftir því að árshátíð skólans, sem verður haldin í byrjun apríl nk. fái tvo daga í íþróttasalnum, í fyrra var um einn dag að ræða.

 

2. Fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla

Gerð var grein fyrir afgreiðslu sveitarstjórnanna á fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2007. Rekstrarframlag sveitarfélaganna til skólans á árinu verður samtals 84 millj. kr., auk alls 1 millj. kr. vegna tölvuleigusamnings. Til endurbóta á leiksvæði skólans leggja sveitarfélögin til alls 3,5 millj. kr., auk þess sem 1 millj. kr. af húsaleigutekjum verður varið í sama skyni. Ákvörðun um ráðstöfun annarra húsaleigutekna verður tekin síðar.

 

3. Ráðning matráðs

Skólastjóri gerði grein fyrir því að Jóhann G. Jóhannesson, matráður skólans, hefði sagt starfi sínu lausu fyrir síðastliðin mánaðamót. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar og gerð var grein fyrir umsóknum sem borist hafa um það.

Að þessu tilefni var rætt vítt og breitt um mannahald í mötuneytinu.

 

Fleira gerðist ekki fundi – fundi slitið kl. 17:00