Atvinnumálanefnd, fundur nr. 9

19.03.2012 20:00

Mánudaginn 19. mars 2012 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Guðmundur Sturluson, Helgi Þór Helgason, Jón Þór Brynjarsson, Lene Zachariassen og Þórður R. Þórðarson nefndarmenn, svo og Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

Athafnasvæðið við Dysnes, atvinnuuppbygging

Tekið fyrir að nýju bréf, dags. 6. febrúar 2012, frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs. (AFE) þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til tiltekinnar uppbyggingar á Dysnessvæðinu. Það var áður á dagskrá nefndarinnar 13. febrúar 2012.

 

Atvinnumálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sveitarfélagið styðji á markvissan hátt Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í viðleitni félagsins við að koma atvinnustarfsemi í gang á Dysnessvæðinu í samræmi við gildandi aðalskipulag, til að sem fjölbreyttast atvinnulíf þróist í sveitarfélaginu.

 

Þórður R. Þórðarson óskaði að fram komi að hann telji að ekki séu komnar fram nægar upplýsingar til að forsendur séu til að hleypa áfram því verkefni sem tilgreint er í bréfi AFE, dags. 6. febrúar 2012. Ennfremur óskaði hann að fram komi að hann telji mikilvægt að sveitarfélagið móti mælikvarða um áhugaverða atvinnuuppbyggingarkosti.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:15.