Atvinnumálanefnd, fundur nr. 2

18.11.2010 20:00

Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 kl. 20:00 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn voru: Aðalheiður Eysteinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Inga Björk Svavarsdóttir og Jón Þór Brynjarsson. Einnig sat Hanna Rósa Sveinsdóttir, oddviti, fundinn og auk þess Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa, sem auglýst var í október sl. Umsóknir eru samtals 31.

Að lokunum umræðum var Ákveðið var eftirtaldir umsækjendur verði boðaðir til viðtals um starfið:  . . . . .

Umræður undir þessum lið voru sameiginlegar með menningar- og tómstundanefnd og var niðurstaða atvinnumálanefndar samhljóða niðurstöðu menningar- og tómstundanefndar í málinu, sjá fundargerð hennar frá í dag.

 

2. Málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri

Umræður urðu um málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri.

Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að leigja tiltekin rými þeim aðilum, sem lýst hafa áhuga á að fá leigt í í verksmiðjubyggingunum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:15.