Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 9

06.06.2017 20:00


Atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar

 

9. fundur

 

Fundargerð

 

 

Þriðjudaginn 6. júní 2017 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Þórður Ragnar Þórðarson í atvinnu- og menningarmálanefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Þetta gerðist:

 

1.        Verksmiðjan Hjalteyri

Gústav Geir Bollason mætti til fundar við nefndina og ræddi um framtíð Verksmiðjunnar og möguleika á því að koma starfsemi hennar á föst fjárframlög frá ríkinu.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti, með þeim möguleikum sem hún hefur, að styðja eindregið að Verksmiðjan fái föst fjárframlög frá ríkinu.

 

2.        Sæludagurinn 2017

Rætt var um fyrirkomulag Sæludagsins.  Ákveðið var kanna næstu daga með að ráða verkefnisstjóra til að halda utan um verkefnið.

 

3.        Hraun í Öxnadal
Kynnt var að í síðustu viku hafi verið samþykkt þingsályktunartillaga þar sem Alþingi ályktaði að fela mennta- og menningarmálaráðherra  og umhverfis- og auðlindarráðherra að stuðla að uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal til að heiðra minningu þjóðskáldsins JónasarHallgrímssonar.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21.45