Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 5

24.11.2014 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

 5. fundur

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 24. nóvember 2014 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Helgi Þór Helgason, Sigríður Guðmundsdóttir og Þórður Ragnar Þórðarson í atvinnu- og menningarnefnd og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

1.        Menningarmiðstöðin Möðruvöllum

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sem ráðinn hefur verið ráðgjafi við undirbúning að stofnun menningarmiðstöðvar, mætti til fundar við nefndina og fór yfir verkefnið og framgang þess. Umræður urðu um verkefnið og stefnuna til framtíðar.

2.        Fjárhagsáætlun 2016 - gjaldskrár

Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður mætti til fundar við nefndina. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun þeirra stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra.  Rætt um breytingar á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar og Hlíðarbæjar fyrir árið 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2016 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund 750 kr., 10 miða kort fyrir fullorðinn 5.250 kr., gjald fyrir afmæli 14.000-18.000 kr. fyrir hvert skipti en að aðrir liðir gjaldskrárinnar breytist ekki frá því sem gilti á árinu 2015. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2016 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2015.  

Einnig samþykkti nefndin að leggja til að gjaldskrá Hlíðarbæjar hækki um 5% frá gildandi gjaldskrá 2015.

3.        Hraun í Öxnadal ehf,  Amtsmannssetrið Möðruvöllum, aðalfundir

Formaður og sveitarstjóri sóttu aðalfundi þessara félaga og kynntu nefndinni niðurstöður þeirra.

4.        Gásakaupstaður

Umræður um starfsemi Gásakaupstaðar ses.

5.        Sæludagur

Rætt um sæludaginn á næsta ári og hugsanlegar breytingar. Stefnt er að því að boða til fundar fyrstu vikuna í mars með fulltrúum félaga í sveitarfélaginu.

6.        Haustfundur AFE – atvinnumál í sveitarfélaginu

Á haustfundi AFE nýlega kynnti sveitarstjóri stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og það sem framundan væri og afhenti hann nefndarmönnum þá kynningu.

7.        Kynningarfundur Hjalteyri

Nefndin ásamt sveitarstjórn og sveitarstjóra hafa verið boðuð á kynningu á nýju verkefni tengt ferðaþjónustu sem hugmyndir eru um að setja upp á Hjalteyri.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:35