Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 27

31.05.2023 19:00

Fundargerð

Miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 19:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Fundarmenn voru, Eva Hilmarsdóttir formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Vignir Sigurðsson, Jónas Þór Jónasson og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Menningarstefna Hörgársveitar

Loka yfirferð.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Menningarstefna Hörgársveitar 2023 / 2033 verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

2. Verksmiðjan á Hjalteyri

Beiðni um endurnýjun á styrktar samningi sveitarfélagsins við Verksmiðjuna á Hjalteyri.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði styrktarsamningur vegna áranna 2023, 2024 og 2025 með 550.000,- kr. framlagi árið 2023 og taki breytingum miðað við vísitölu.

3. Félagsstarf íbúa 60+ í Hörgársveit

Umsókn um styrk fyrir menningarferð í Skagafjörðinn 4. júní 2023.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð 74.000 kr. af liðnum styrkir til menningarmála.

4. Sæludagur í sveitinni og Hjalteyrarhátíð

Umræður um viðburðina.

Fundi slitið kl. 21:20