Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 26

24.04.2023 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

26. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 24. apríl 2023 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Eva Hilmarsdóttir formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Vignir Sigurðsson, og Jónas Þór Jónasson fulltrúar í nefndinni, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá Ungmennafélaginu Smáranum

Sigríður Guðmundsdóttir og Halla Björk Þorláksdóttir úr stjórn Ungmennafélagsins Smárans kynntu starfsemina og ræddu áhyggjur af framtíð félagsins þar sem erfiðlega gengur að fá fólk til starfa og til að sinna félagsstarfinu.

Umf. Smárinn óskar eftir auknu samstarfi við sveitarfélagið til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins og lýsti nefndin sig reiðubúna til þess að aðstoða félagið við að efla félagsstarfsemina.

2. Hraun í Öxnadal

Hraun ehf. hlaut styrk frá ríkinu til uppbygginu á jörðinni.

Kynnt fyrir nefndinni.

3. Menningarstefna Hörgársveitar

Umræða um Menningarstefnu Hörgársveitar 2023-2033.

Kolbrún Lind kynnti drög að menningarstefnu.

4. Verksmiðjan á Hjalteyri

Verksmiðjan óskar eftir endurnýjun á samningi til reksturs.

Fyrirhuguð er heimsókn nefndarinnar og afgreiðsla erindisins á næsta fundi.

5. Sundlaugin á Þelamörk

Yfirlit yfir rekstur laugarinnar.

Nefndin leggur til að keypt verði leikföng til að hafa í sundlauginni.

6. Sæludagur í sveitinni og Hjalteyrarhátíð

Umræður um viðburðina.

Sæludagurinn í sveitinni verður haldinn laugardaginn 24. júní 2023 og Hjalteyrarhátíð laugardaginn 5. ágúst 2023.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:10.