Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 24

26.11.2022 18:30

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

24. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 26. október 2022 kl. 18:30 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Eva Hilmarsdóttir formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Jóhanna María Oddsdóttir, Vignir Sigurðsson, og Jónas Þór Jónasson fulltrúar í nefndinni, Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri og Kolbrún Lind Malmquist starfsmaður nefndarinnar sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2023

Farið var yfir þær tillögur sem fyrir liggja varðandi tillögu að fjárhagsáætlun 2023 vegna stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti. Umræður um opnunartíma sundlaugarinn, nefndin leggur til að opnunartími verður endurskoðaður yfir vetrartímann og þegar frí er í Þelamerkurskóla.

2. Gjaldskrár 2023

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamiðstöð og sundlaug fyrir árið 2023 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti gjaldskrána fyrir sitt leyti en inn í hana verði bætt gjaldi fyrir leigu á nýjum sal á efri hæð íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr 47.250,- fyrir árið 2023.

Nefndin samþykkti jafnframt að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2023 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2022.

3. Menningarstefna Hörgársveitar

Lögð fram tillaga að endurgerð á menningarstefnu Hörgársveitar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að unnið verði að endurskoðun á menningarstefnu Hörgársveitar. Verkefnastjóra er falið að hefja þá vinnu, þegar drög að nýrri stefnu eru tilbúin verður kallað til fundar hjá nefndinni.

4. Vefsíðan visithorga.is

Umræður um hvort gera eigi upp vefsíðuna eða loka henni.

Nefndin ákvað að leggja niður vefsíðuna og í staðin að nýta þjónustu Markaðsstofu Norðurlands um upplýsingasíðu.

5. Næstu skref í mótun ferðaþjónustu í Hörgársveit

Umræður og ákvarðanataka um hvað næsta skref sveitarfélagið ætli að taka útfrá umræðum fundarins „Framtíð ferðaþjónustu Hörgársveitar“.

Nefndin hvetur ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til þess að stofna félag sem nefndin lýsir sig reiðubúið til samstarf við.

6. Önnur mál

Nefndin leggur til að gerð verði nafnakönnun fyrir nýjan sal á efri hæð íþróttahúsins.

 

Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl. 20:30