Atvinnu- og menningarnefnd fundur nr. 23

09.08.2022 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

23. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Kolbrún Lind Malmquist formaður, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir varaformaður, Vignir Sigurðsson, Eva Hilmarsdóttir og Jónas Þór Jónasson fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindisbréf nefndarinnar – fundartímar

Lagt fram erindisbréf atvinnu- og menningarnefndar og rætt um fundartíma nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að fundardagar nefndarinnar verði að jafnaði á mánudögum kl. 16:30.

2. Nýr starfsmaður nefndarinnar

Kynnt var að Kolbrún Lind Malmquist hefði tekið til starfa hjá sveitarfélaginu sem verkefnastjóri upplýsinga- atvinnu- og menningarmála og verður hún starfsmaður nefndarinnar.

3. Menningarfélög og styrkir

Farið var yfir styrki til menningarfélaga í sveitarfélaginu og fyrirkomlag þeirra.

4. Áfangastaðaáætlun

Formaður sagði frá fundi sem hún, sveitarstjóri og oddviti áttu með fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands þar sem m.a. áfangastaðaáætlun Norðurlands var til umræðu sem og Norðurstrandarleið.

Ákveðið var að auglýsa eftir áhugasömum aðilum úr sveitarfélaginu sem vilja tilnefna áhugaverða staði til uppbyggingar í áfangastaðaáætlun Norðurlands.

5. Rekstur félagsmiðstöðvar

Farið var yfir stöðu mála varðandi rekstur félagsmiðstöðvarinnar, starfsmannahald ofl.

Ræddar hugmyndir um útvíkkun starfseminnar fyrir tómstundastarf eldri borgara og annarra íbúa sveitarfélagins.

6. Rekstur íþróttamiðstöðvar

Nefndin fór og hitti vaktstjóra íþróttamiðstöðvarinnar, fór yfir rekstur íþróttasalar og sundlaugar og skoðaði þær breytingar sem gerðar hafa verið þar og hvað væri framundan í þeim efnum.

7. Fjárhagsáætlun 2023 – áherslur nefndarinnar

Farið var yfir þá málaflokka sem heyra undir nefndina og rætt um áherslur varðandi fjárhagsáætlun 2023 eins og t.d. er varðar aukið tómstundastarf íbúa sveitarfélagsins.

Formanni og varaformanni falið að vinna að framgangi málsins og koma með tillögur fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

8. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu. 9 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu í júní 2022.  Vinnuafl er 396 og hefur fjölgað um 9% frá sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi er því 2,3% í júní samanborið við 6,9% í sama mánuði 2021. Nefndin lýsir ánægju sinni með þessa þróun.

 

Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl. 22:13