Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 21

17.05.2021 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

21. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 17. maí 2021 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði heimavistar Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Líney Emma Jónsdóttir og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sæludagurinn 2021

Rætt um fyrirkomulag Sæludagsins og mætti Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri dagsins, til fundar við nefndina.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Sæludagurinn verði haldinn laugardaginn 31. júlí 2021 og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir verði ráðin sem verkefnisstjóri dagsins.

2. Verksmiðjan Hjalteyri, erindi

Lagt fram erindi frá Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem óskað er eftir endurnýjun á styrktarsamningi. Erindinu fylgja ýmsar upplýsingar varðandi rekstur Verksmiðjunnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði styrktarsamningur vegna áranna 2021 og 2022 með 500.000,- kr. framlagi hvort ár.

3. Amtmannssetrið Möðruvöllum, aðalfundur

Formaður skýrði frá aðalfundi Amtmannssetursins sem haldinn var þann 30.3.2021 en hann var fulltrúi Hörgársveitar á fundinum ásamt oddvita sveitarfélagsins.  Fundargerð aðalfundar lögð fram og rædd.

4. Gásakaupstaður, slit á félaginu

Rætt var um slit á félaginu en skiptafundur er ráðgerður á næstunni

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að landsspilda sú sem skráð er eign Gásakaupstaðar ásamt tveimur salernisshúsum sem á henni standa gangi endurgjaldslaust til Hörgársveitar í slitum Gásakaupstaðar. Yfirtökunni fylgi engar kvaðir.

5. Hraun í Öxnadal ehf, aðalfundarboð

Kynnt var að aðalfundur Hrauns í Öxnadal ehf verði haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 og í tengslum við fundinn verði ráðherrum mennta- og menningarmála og umhverfis- og auð-lindarmála boðið í heimsókn að Hrauni og rætt við þau um aðkomu ríkisins að rekstri Hrauns.

6. Rekstur íþróttamiðstöðvar

Farið yfir rekstur íþróttamiðstöðvar það sem af er þessu ári, en talsvert hefur verið um lokanir á sundlaug vegna Covid-19.  Þá var farið yfir hugmyndir um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina.

7. Rekstur félagsmiðstöðvar

Rætt um rekstur félagsmiðstöðvar og áhrif Covid-19 á starfsemina.

8. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu. 38 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu og vinnafl 352 einstaklingar í apríl 2021.  Atvinnuleysi er því 10,79% í apríl 2021 samanborið við 9,88% í apríl 2020.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:52