Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 20

23.11.2020 16:30

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

20. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 16:30 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar í húsnæði heimavistar Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Líney Emma Jónsdóttir og Jón Þór Benediktsson (vm í fjarfundi) fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindi frá Hrauni í Öxnadal ehf. v. styrktarsamnings

Lagt fram erindi frá stjórn Hrauns í Öxnadal ehf. þar sem óskað er eftir endurnýjun á styrktarsamningi fyrir árin 2021 og 2022.  Erindinu fylgja gögn er varða rekstur félagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði styrktarsamningur vegna áranna 2021 og 2022 með 500.000,- kr. framlagi hvort ár.

2. Erindi frá Bernharð Haraldssyni v. styrks til útgáfu

Lagt fram erindi er varðar ósk um frekari styrk vegna útgáfu á ritverkinu Skriðuhreppur hinn forni, bændur og búalið á 19. öld.  Verkið var styrkt á árunum 2018 og 2019 um kr. 150.000,- á hvoru ári.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði 150.000,- kr. styrkur til útgáfunnar.

3. Samningar við menningarfélög og styrkir

Farið yfir stöðu samninga við menningarfélög í sveitarfélaginu og styrki til starfsemi þeirra.

4. Rekstur félagsmiðstöðvar

Sveitarstjóri upplýsti nefndarmenn um starfsemi félagsmiðstöðvar.  Því miður hefur starfsemi hennar verið lokuð að hluta til á tímum covid.

5. Rekstur íþróttamiðstöðvar

Farið var yfir rekstur íþróttamiðstöðvar sem lokuð hefur verið vikum saman vegna covid aðgerða og hefur það verulega komið niður á rekstrarafkomu hennar.

6. Gjaldskrár 2021

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamiðstöð fyrir árið 2021 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2021 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 1.000,- og kr. 300,- fyrir börn. Auk þess verði gerðar einstaka breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar í takti við verðlags-breytingar.  Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2021 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2020.

7. Fjárhagsáætlun 2021

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra. 

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 42.500,- fyrir árið 2021.

8. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Umræður um atvinnumál og starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu. Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu. 25 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu og vinnafl 362 einstaklingar í september 2020.  Atvinnuleysi er því 6,9% í september 2020 samanborið við 2,3% í september 2019. 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 18:15