Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 19

19.05.2020 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

19. fundur

Fundargerð

Þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Ingibjörg Stella Bjarnadóttir og Líney Emma Jónsdóttir fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Íþróttamiðstöð og sundlaug - endurbætur

Farin var vettvangsskoðun og íþróttamiðstöð og sundlaug skoðuð eftir endurbætur sem þar fóru fram í tveggja mánaða lokun vegna covid-19.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni með endurbæturnar sem gerðar hafa verið.

2. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Umræður um atvinnumál og atvinnu íbúa í sveitarfélaginu vegna covid-19. Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu. 32 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu og vinnafl 357 einstaklingar í mars.  Atvinnuleysi var því 9,0% í mars 2020 samanborið við 3,7% í mars 2019. Tölur liggja ekki fyrir vegna apríl, en VMST gerði ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið 14,6% í apríl og 12,4% í maí.

Fjöldi einstaklinga í Hörgársveit í hlutastarfaleið voru 36 í mars.

Fram kom að 12 framhalds- og háskólanemendur verða sumarstarfsmenn verða hjá sveitarfélaginu í tvo mánuði og 14 grunnskólanemendur í vinnuskólanum í sex vikur.

3. Sæludagurinn

Rætt um sæludaginn 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sæludagurinn verði ekki haldinn í ár. Stefnt verði að því hann verði haldinn að nýju á árinu 2021.

4. Gásakaupstaður – miðaldardagar

Lögð fram tilkynning frá Gásakaupstað ehf þar sem tilkynnt er að miðaldardagar að Gásum verði ekki haldnir í ár.  Þá var kynnt að stjórn Gásakaupstaðar ses er að vinna að breytingu á félagsformi og hafa samræður um það átt sér stað við stofnaðila Gásakaupstaðar.

5. Hraun í Öxnadal ehf – stefnumótun

Nefndarmenn mættu á kynningarfund vegna stefnumótunar Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf og lýsa ánægju sinni með þá góðu vinnu sem þar hefur verið unnin.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur eigendur félagsins til að fylgja málinu eftir. Jafnframt er nauðsynlegt að sú þingsályktunartillaga sem samþykkt var 2017 um að stuðla að uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal til að heiðra minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, komi til framkvæmda.

6. Amtsmannssetrið á Möðruvöllum

Fyrir liggur erindi frá Amtsmannssetrinu á Möðruvöllum þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi m.a. vegna endurbóta á leikhúsinu á Möðruvöllum. 

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Amtsmannssetrið vegna ársins 2020 með fjárstyrk að upphæð kr. 350.000,- enda liggi fyrir ársuppgjör 2019 ásamt aðalfundargerð.

7. Verksmiðjan Hjalteyri

Fyrir liggur erindi frá Verksmiðjunni á Hjalteyri þar sem óskað eftir að gerður verði samningur um styrk til reksturs eins og undanfarin ár.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Verksmiðjuna vegna ársins 2020 með fjárstyrk að upphæð kr. 500.000,- enda liggi fyrir ársuppgjör 2019 ásamt aðalfundargerð.

8. Hjalteyri ehf – verkefni

Hjalteyri ehf hefur boðað nefndina til kynningarfundar þar sem kynna á áform um aukna starfsemi á Hjalteyri.

9. Félagsmiðstöð

Farið var yfir rekstur og fyrirkomulag félagsmiðstöðvar en starfseminni þennan veturinn lýkur 28. maí n.k. Nefndin mælir með að starfseminni verði haldið áfram með svipuðu sniði að hausti.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:00