Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 18

20.11.2019 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

18. fundur

Fundargerð

Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Eydís Ösp Eyþórsdóttir, Ingibjörg Stella Bjarnadóttir og Líney Emma Jónsdóttir fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rekstur félagsmiðstöðvar

Farin var vettvangsskoðun þar sem ný uppgert húsnæði félagsmiðstöðvar var skoðað.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju með hvernig til hefur tekist og hversu vel starfið fer af stað.

2. Samningar við menningarfélög og styrkir

Farið var yfir stöðu samninga og styrkja við menningarfélögin í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði styrktarsamningur 2019-2020 að upphæð kr. 400.000, - á ári við Menningarfélagið Hraun í Öxnadal. Ákvörðunum um aðra samninga og styrki frestað.

3. Erindi frá Leikfélagi Hörgdæla vegna Mela

Lagt fram erindi sem barst vegna framkvæmda- og viðhaldskostnaðar á félagsheimili Leikfélagsins að Melum.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fulltrúi nefndarinnar og sveitarstjórnar ásamt sveitarstjóra fundi með fulltrúum félagsins.

4. Gjaldskrár 2020

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamiðstöð fyrir árið 2020 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2020 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund hækkað um 2,5% og verði kr. 975,-.  Ekki verði gerðar aðrar breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2020 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2019.

5. Fjárhagsáætlun 2020

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra. 

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti fjárhagsáætluna fyrir sitt leyti. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 40.000,- fyrir árið 2020.

6. Atvinnumál í sveitarfélaginu

Umræður um atvinnumál og starfsemi fyrirtækja í sveitarfélaginu. Lagt fram yfirlit yfir vinnuafl og skráningu atvinnulausra í sveitarfélaginu. 8 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu og vinnafl 351 einstaklingar í október.  Atvinnuleysi er því 2,3% í október 2019 samanborið við 1,7% í október 2018.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:55