Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 15

12.11.2018 20:00

Atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar

15. fundur

Fundargerð

Mánudaginn 12. nóvember 2018 kl.20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Bernharð Arnarson, Eydís Ösp Eyþórsdóttir og Líney Emma Jónsdóttir (vm) fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Samningar við menningarfélög

Farið yfir málið og stöðu samninga. Nefndin sendi forsvarsmönnum sex menningarfélaga sem haft hafa samning við sveitarfélagið og fengið rekstrarstyrki, spurningar í 10 liðum varðandi starfsemi félaganna.  Svör félaganna lögð fram og rædd.

Gengið verði til samninga við félögin og nefndin fái samningana til afgreiðslu.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að í samningum við Gásakaupstað ses verði styrkur skilyrtur við þátttöku annarra sveitarfélaga sem eru eignaraðilar að félaginu.

2. Erindi frá Bernharð Haraldssyni

Lagt fram erindi er varðar ósk um frekari styrk vegna útgáfu á ritverkinu Skriðuhreppur hinn forni, Bændur og búalið á 19. öld.  Verkið var styrkt á árinu 2018 um kr. 150.000,-.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að verkið verði styrkt um kr. 150.000,- á árinu 2019.

3. Gjaldskrár 2019

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir íþróttamiðstöð og Hlíðarbæ fyrir árið 2019 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2019 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 950,-. og kr. 300,- fyrir börn. Auk þess verði gerðar einstaka breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2019 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2018.

Einnig samþykkti nefndin að leggja til að framlögð tillaga að gjaldskrá Hlíðarbæjar fyrir árið 2019 verði samþykkt.

4.  Fjárhagsáætlun 2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun þeirra stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra.  Rætt um hvort koma eigi á rekstri félagsmiðstöðvar sem rekin yrði undir lið 06 – æskulýðs- og íþróttamál, en í miklu og nánu samstarfi við Þelamerkurskóla.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að komið verði á rekstri félagsmiðstöðvar og samþykkti fjárhagsáætluna að öðru leyti. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 30.000,- fyrir árið 2019 og skoðað verði með að breyta reglum um styrkina er varðar að hækka aldursmörk uppí 18 ár.

Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að skoðað verði með leigu eða sölu á Hlíðarbæ.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:00