Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 14

20.08.2018 20:00

Mánudaginn 20. ágúst 2018 kl.20:00 kom atvinnu- og menningarnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

Fundarmenn voru, Vignir Sigurðsson formaður, Ásrún Árnadóttir, Bernharð Arnarson, Eydís Ösp Eyþórsdóttir og Ingibjörg Stella Bjarnadóttir fulltrúar í nefndinni og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Erindisbréf nefndarinnar – fundartímar

Lagt fram erindisbréf fræðslunefndar og rætt um fundartíma nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að fundardagar nefndarinnar verði á mánudögum kl. 20:00.

2. Stefnumótun í málaflokkum nefndarinnar

Rætt um stefnumótun í málaflokkum sem undir nefndina heyra eins og getið er um í erindisbréfi hennar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að yfirfara menningarstefnu sveitarfélagsins á næsta fundi.

3. Kynning á rekstri málaflokka

Farið var yfir rekstur þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra og stöðu þeirra.

4. Sæludagurinn

Sæludagurinn var haldinn 4. ágúst s.l. og tókst með miklum ágætum.  Á fundinn mætti Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir sem tvö síðastliðin ár hefur haldið utan um skipulag dagsins og framkvæmd fyrir hönd sveitarfélagsins. Rætt var um framtíðarfyrirkomulag og áherslur.

5. Samningar við menningarfélög

Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið af nefndinni að fresta gerð samninga þar til í upphafi nýs kjörtímabils við þau menningarfélög sem styrkt hafa verið af Hörgársveit. Farið yfir málið og stöðu samninga.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkti að bjóða forsvarsmönnum menningarfélaga til fundar við nefndina í byrjun október.

6. Frístundastyrkir

Umræður um upphæð frístundastyrkja og fyrirkomulag styrkjanna.  Vísað til umræðu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

7. Aðalfundir

Kynnt var að tveir aðalfundir félaga væru á næstunni hjá Hraun í Öxnadal ehf. og Hjalteyri ehf.

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 21:59