Atvinnu- og menningarnefnd, fundur nr. 12

21.11.2017 20:00

Atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar

 12. fundur

Fundargerð

 

Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 kl. 20:00 kom atvinnu- og menningar-málanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Þórður R Þórðarson í atvinnu- og menningarmálanefnd, Lárus Orri Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1.        Gjaldskrár 2018

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir Íþróttamiðstöð og Hlíðarbæ fyrir árið 2018 og farið yfir þær.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2018 verði stakt gjald fyrir fullorðinn í sund kr. 900,-. Aðrar breytingar verði ekki gerðar á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá samþykkti nefndin að leggja til við sveitarstjórn að á árinu 2018 eigi íbúar sveitarfélagsins kost á sundkorti án greiðslu, með sama hætti og á árinu 2017. 

Einnig samþykkti nefndin að leggja til að framlögð tillaga að gjaldskrá Hlíðarbæjar fyrir árið 2018 verði samþykkt.

2.        Fjárhagsáætlun 2018

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun þeirra stofnana sveitarfélagsins sem undir nefndina heyra. 

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti fjárhagsáætluna fyrir sitt leiti og samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að styrkur til niðurgreiðslu þátttökugjalda barna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi verði kr. 20.000,- fyrir árið 2018.

3.        Erindi frá Bernharð Haraldssyni er varðar styrk vegna útgáfu á ritverki hans

Lagt fram erindi er varðar ósk um styrk vegna útgáfu á ritverkinu Skriðuhreppur hinn forni, Bændur og búalið á 19. öld.  Erindinu fylgir vinnueintak af ritverkinu. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2017 að vísa erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd í tengslum við yfirferð fjárhagsáætlunar 2018.

Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að verkefnið verði styrkt í fjárhagsáætlun 2018 um kr. 250.000,-.

4.        Sæludagurinn

Fram fór umræða um framkvæmd sæludagsins 2017 sem tókst með miklum ágætum.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:00