Ytri-Bakki, Hörgársveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Hörgársveitar auglýsir tillögu að deiliskipulagi fyrir Ytri-Bakka í Hörgársveit skv. 1. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til uppbyggingar ferðaþjónustu á svæði sem í aðalskipulagi Hörgársveitar er skilgreint sem opið svæði (OP10).

Greinargerð og uppdrættir skipulagstillögu munu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. mars 2019 til og með 26. apríl 2019. Gögnin verða einnig aðgengileg á vef sveitarfélags, horgarsveit.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna til föstudagsins 26. apríl 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast sveitarfélaginu á netfangið horgarsveit@horgarsveit.is eða á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, 601 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Tillaga að deiliskipulagi uppdráttur:

Tillaga að deiliskipulagi skýringaruppdráttur:

Tillaga að deiliskipulagi greinargerð: