Minjastaðurinn á Gásaeyri, Hörgársveit – auglýsing skipulagstillögu

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. október sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gásaeyri skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á aðstöðu til móttöku gesta á minjastaðnum á Gásaeyri. Gert er ráð fyrir að innan skipulagssvæðisins rísi aðstöðuhús, kirkja, salerni auk þess sem útbúið verði bílastæði og stígar.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hörgársveitar frá 9. nóvember til og með 21. desember 2020 auk þess sem tillagan verður aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, horgarsveit.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma ábendingum á framfæri til mánudagsins 21. desember 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi