Íbúakönnun vegna umhverfisstefnu

Ágætu íbúar Hörgársveitar

Skipulags- og umhverfisnefnd vill gjarnan fá álit ykkar og afstöðu varðandi ýmsa þætti í umhverfismálum. Eftirfarandi könnun er liður í vinnu nefndarinnar við gerð umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Vonandi verða aðstæður þannig að hægt verði að boða til íbúafundar á næstu vikum. Þessi könnun verður m.a. nýtt við undirbúning fundarins. Mikilvægt er að fá sem mestan svarafjölda og því hvetjum við ykkur öll til að taka þátt. Könnunin tekur 10-15 mínútur. 

Könnunina má opna hérhttps://www.surveymonkey.com/r/G95PZ7N 

Með kærri þökk fyrir þátttökuna