Hlutfallslega mesta fjölgun íbúa á öllu Norðurlandi

Á undanförnum árum hefur íbúum í Hörgársveit fjölgað jafnt og þétt og árinu 2020 var fjölgunin hér sú hlutfallslega mesta af öllum sveitarfélögum á Norðurlandi öllu eða 5,2% og eru íbúar nú 653.  Íbúar voru 557 í upphafi árs 2016 og hefur því fjölgað um 96 síðustu 5 ár eða um 17,2%.

Bæði hefur verið um að ræða fjölgun í dreifbýlinu en það sem skýrir þó mest þá fjölgun sem verið hefur er stækkun íbúðahverfisins í þéttbýlinu við Lónsbakka.  Við Reynihlíð ( sem er nýja gatan í hverfinu sem byggst hefur upp síðustu 2 ár) búa nú 45 íbúar og í Lónsbakkahverfinu öllu eru nú 145 íbúar, þannig að íbúum í Lónsbakkahverfinu hefur því fjölgað síðustu 2 ár um 45%.  Gert er ráð fyrir að íbúar í hverfinu verði orðnir um 400 innan fárra ára ef uppbygging þar verður samkvæmt áætlunum.