Hertar sóttvarnarreglur

Hertar sóttvarnarreglur

Ágætu íbúar og starfsmenn Hörgársveitar

Eins og öllum er kunnugt eru teknar upp hertar sóttvarnarreglur í landinu frá og með 5. október 2020.  Þó að við hér á þessu landsvæði höfum hingað til sloppið einstaklega vel við smit þá vitum við að veiran er lúmsk og hún getur lætt sér til okkar eins og sannaðist með slæmum hópsmitunum á afmörkuðum svæðum á landsbyggðinni fyrr á þessu ári.

Verum því öll á varðbergi.  

  • Virðum að ekki komi fleiri en 20 einstaklingar (fæddir eru 2004 og fyrr) saman í hóp. 
  • Virðum 1 metra regluna og virðum það að nota grímur þar sem ekki næst að halda 1 metra reglunni.

Varðandi stofnanir sveitarfélagsins vil ég leggja áherslu á eftirfarandi og þá sérstaklega í leik- og grunnskóla:

  • Stöðugt verði minnt á eins metra regluna. 
  • Reglulega skuli minnt á persónulegar sóttvarnir og aukin þrif. 
  • Allir fullorðnir sem koma í stofnanir sveitarfélagsins spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. 
  • Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í forstofu.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til.
  • Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema nauðsyn beri til. 
  • Ef við finnum fyrir Covid-19 einkennum, höldum okkur heima.

 Verum ábyrg – virðum reglur - verum öll almannavarnir