Göngur haustið 2021

Göngur haustið 2021

Fjallskilanefnd hefur samþykkt að fyrstu göngur haustið 2021 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 8. september til sunnudagsins 12.september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar. Frávik frá þessum dagsetningum ef til koma, verða kynnt tímanlega.

Um undanþágu frá gangnaskyldu

Undanþágur frá gangnaskyldu eru ekki veittar nema viðkomandi fjáreigandi hafi allt sitt fé í girðingum sumarlangt, enda séu þær sauðheldar að mati sveitarstjórnar. Þeir sem telja sig falla undir þetta ákvæði að þessu sinni þurfa að sækja um undanþágu til fjallskilanefndarmanna eða á skrifstofu Hörgársveitar í síðasta lagi 27. júlí 2021.