Glæsibær, Hörgársveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillaga á vinnslustigi

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2019 að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar 2012 – 2024 fyrir almenningi á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin lýtur að nýju íbúðarsvæði, efnistökusvæði og nýju verslunar- og þjónustusvæði sem skilgreind verða í landi Glæsibæjar. Alls nær skipulagsbreytingin til 33,2 ha lands.

Sveitarstjórn samþykkti á sama fundi að kynna tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Glæsibæjar skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Skipulagssvæði deiliskipulagsins er 18,8 ha og er gert ráð fyrir 30 íbúðarlóðum á svæðinu.

Skipulagsuppdrættir, greinargerðir og umhverfisskýrsla tillaganna munu liggja á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. mars 2019 til og með 31. mars 2019. Gögnin verða einnig aðgengileg á vef Hörgársveitar á slóðinni horgarsveit.is.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér gögnin og koma ábendingum varðandi tillögurnar á framfæri við sveitarfélagið. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið horgarsveit@horgarsveit.is í síðasta lagi þann 31. mars 2019.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu greinargerð:

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu uppdráttur:

Tillaga að deiliskipulagi uppdráttur:

Tillaga að deiliskipulagi greinargerð: