Fréttasafn

Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni munu ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, veita persónulega ráðgjöf um næstu skref. Skráning fer fram hér en ráðgjöfin er ykkur að kostnaðarlausu.

Ljósastaurar við heimreiðar

Sveitarstjórn hefur samþykkt vinnureglur vegna ljósastaura við heimreiðar Sjá hér:

Elsti íbúi sveitarfélagsins kom sjálf keyrandi á kjörstað

Elsti íbúi Hörgársveitar Liesel Sigríður Malmquist, 92 ára síðan í febrúar, kom sjálf keyrandi hress og kát á kjörstað í Þelamerkurskóla þar sem kosið er til Alþingis. Geri aðrir betur.