Fréttasafn

Fundargerð - 11. október 2006

Miðvikudaginn 11. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgár-byggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinum voru Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar, húsvarðar, og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Þetta gerðist:   1.         Klæðing í loft aðalsalar Á fundinn komu ...

Af kornskurði

Í lok síðustu viku var síðasta byggið skorið í Hörgárbyggð á þessu sumri. Þá voru Helgi á Bakka, Kristján á Tréstöðum og vinnumaður Helga að ljúka við kornskurð á Sílastaða-ökrum. Þar var myndin tekin (stærri mynd hér). Uppskeran var 50-60 tonn. Almennt gekk byggræktin vel í  Hörgárbyggð í sumar....

Síðasti gamli bíllinn farinn frá Fornhaga II

Í Fornhaga II er búið að taka vel til í sumar, eins og víða. Sl. föstudag fór síðasti gamli bíllinn af jörðinni. Það var 55 ára gamall Dodge. Það var Þorsteinn Gústafsson úr Fellabæ sem sótti bílinn. Til að hafa allt í samræmi notaði Þorsteinn 45 ára gamlan hertrukk til flytja bílinn. Settið sem fór úr hlaði var því um aldargamalt, sjá stærri mynd hér. Heimasíða eigenda Fornhaga II er hér....

Fundargerð - 04. október 2006

Miðvikudaginn 4. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Sveitarstjórn kaus í nefndina þau Árna Arnsteinsson, formann, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir. Á fundinn komu allir nefndarmenn og auk þess Sighvatur Stefánsson og Þórður Steindórsson, húsverðir, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.   Þetta gerðist:  ...

Af hrútasýningu

Hrútasýning á veturgömlum hrútum hjá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps var á Staðarbakka sl. föstudag. Dómari var Ólafur G Vagnsson og Rafn Arnbjörnsson sá um ómsjármælingu.Til sýningar komu 27 hrútar og dæmdust þeir mjög vel, 12 fengu 84 stig eða meira, aðrir 12 fengu 82 – 83,5 stig og aðeins 3 fengu undir 82 stigum. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur 05-250 með 87 stig, fyrir læri...