Fréttir

Leikskólinn Álfasteinn auglýsir eftir starfsmönnum

Sjá meðfylgjandi auglýsingar:

Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni munu ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, veita persónulega ráðgjöf um næstu skref. Skráning fer fram hér en ráðgjöfin er ykkur að kostnaðarlausu.

Ljósastaurar við heimreiðar

Sveitarstjórn hefur samþykkt vinnureglur vegna ljósastaura við heimreiðar Sjá hér:

Elsti íbúi sveitarfélagsins kom sjálf keyrandi á kjörstað

Elsti íbúi Hörgársveitar Liesel Sigríður Malmquist, 92 ára síðan í febrúar, kom sjálf keyrandi hress og kát á kjörstað í Þelamerkurskóla þar sem kosið er til Alþingis. Geri aðrir betur.

Sundlaugin Þelamörk vetraropnunartímar

Vetraropnun hefst laugardaginn 28.8.2021. Sjá auglýsingu um opnunartíma.

Umhverfis- og loftslagsstefna

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti umhverfis- og loftlagsstefnu Hörgársveitar ásamt aðgerðaráætlun á fundi sínum þan 18. júní 2021. Aðgerðaráætlun verði uppfærð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs.

Varmadæluvæðing - ráðgjöf

Á fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar 18.6.2021 var eftirfarandi samþykkt gerð: Hagverk ehf, samningur vegna varmadæluvæðingar Lagður fram samningur við Hagverk ehf. vegna ráðgjafavinnu við varmadæluvæðingu í Hörgársveit, sem eigendum íbúðarhúsa, þar sem ekki er hitaveita, verður boðið uppá endurgjaldslausa ráðgjöf. Sveitarstjórn samþykkti samninginn og að sent verði kynningarbréf til ofangreindra aðila sem allra fyrst.

Jónasarlundur hlýtur umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021

Sveitarstjórn Hörgársveitar ákvað að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2021 hljóti Jónasarlundur í Öxnadal. Sveitarstjórn fór 18. júní s.l. og hitti stjórn Jónasarlundar og afhenti þeim viðurkenningu í tilefni af valinu. Á myndinni sem tekin er í lundinum, er sveitarstjórnin ásamt stjórn Jónasarlundar.

Ársreikningur Hörgársveitar 2020, góð niðurstaða

Ársreikningur Hörgársveitar 2020 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar 29.apríl 2021. Sjá helstu niðurstöður:

Hitaveita í Hörgársveit

Skýrsla ásamt fylgigögnum frá Verkfræðistofunni Eflu um hagkvæmniathugun á lagningu hitaveitu í Hörgárdal.