Fréttir

Engimýri 3, Hörgársveit – kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Hörgársveitar kynnir tillögu vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir gistiþjónustu í Engimýri 3 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,8 ha að stærð og tekur deiliskipulagið til uppbyggingar á sex smáhúsum fyrir ferðþjónustu og einu starfsmannahús til viðbótar við gistiheimili sem þegar er til staðar.

Fundur á vegum Landsnets

Þann 3. desember frá kl: 15.30 – 17.30 verður haldinn fundur fyrir landeigendur á línuleiðinni Akureyri – Blanda vegna fyrirhugaðrar lagningu Blöndulínu 3

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum vegna covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.

Laust starf á leikskólanum Álfasteini

Heilsuleikskólinn Álfasteinn óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi frá 4. janúar nk. Sjá auglýsingu:

Minjastaðurinn á Gásaeyri, Hörgársveit – auglýsing skipulagstillögu

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. október sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gásaeyri skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til uppbyggingar á aðstöðu til móttöku gesta á minjastaðnum á Gásaeyri. Gert er ráð fyrir að innan skipulagssvæðisins rísi aðstöðuhús, kirkja, salerni auk þess sem útbúið verði bílastæði og stígar.

Hertar sóttvarnarreglur

Ágætu íbúar og starfsmenn Hörgársveitar Sjá meðfylgjandi um takmarkanir í gildi til 17. nóvember 2020.

Móttaka úrgangs og endurvinnanlegra efna.

Hörgársveit og Terra hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að íbúar sveitarfélagsins geta losað sig við úrgang hvort heldur er endur-vinnanlegur eða til urðunar á kostnað sveitarfélagsins í móttökustöð Terra við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Skilyrt er að um fasteignaeiganda sem greiðir sorphirðugjald í Hörgársveit sé að ræða og þarf viðkomandi að gefa upplýsingar því til staðfestingar. Viðkomandi gerir vart við sig við komu og fylgja leiðbeiningum starfsmanns. Allir farmar eru vigtaðir. Kvittað fyrir með nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Terra gerir reikning á sveitarfélagið og fylgja honum rekjanlegar upplýsingar um notanda. Samkomulag þetta nær ekki til rekstraraðila í sveitarfélaginu sem áfram þurfa að greiða fyrir förgun enda eru þeir ekki greiðendur sorphirðugjalda til sveitarfélagsins. Það er von okkar að vel til takist og að notendur vandi til frágangs og forflokki farma sem skilað er. Opnunartími móttökustöðvar er frá kl. 8:00 – 17:00 alla virka virka daga. Lokað um helgar.

Einstaklingsbundnar smitvarnir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum venjum um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Einnig viljum við vekja athygli á einkennum sem fylgja þessari veiru. Í viðhengi eru tvö veggspjöld sem við viljum hvetja ykkur til að kynna ykkur.

Hörgársveit 10 ára - samþykkt sveitarstjórnar í tilefni afmælisins

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. júní 2020, í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar, að sveitarfélagið hefji nú þegar undirbúning að því að gerður verði göngu- og hjólastígur frá Lónsbakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norðurorku og með breytingu á skipulagi og fleira.