Fréttir

Greiðsla fasteignagjalda - frestun?

Nú hafa verið sendar út kröfur vegna tveggja gjalddaga (eindagi mánuði síðar) af átta í samræmi við álagningu fasteignagjalda Hörgársveitar 2020. Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi geta þeir greiðendur (bæði einstaklingar og fyrirtæki) sem sannanlega hafa orðið fyrir tekjutapi vegna covid-19 sótt um frestun á allt að þremur eindögum 2020 og færast þeir þá til 5. des 2020, 5 jan. 2021 og 5. feb. 2021. Greiðendur geta sótt um þennan greiðslufrest með því að senda tölvupóst á horgarsveit@horgarsveit.is þar sem tilgreind er kennitala greiðanda, um hvaða eindaga er að ræða og hver ástæðan fyrir óskinni er. Í framhaldinu verður eindagi færður og svar sent um það.

Yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. Ljóst er að heilbrigðiskerfi landsmanna má ekki við meira álagi og koma þarf í veg fyrir aukna hættu á smitum og slysum með öllum tiltækum ráðum á þessum krefjandi tímum.

Smitrakning er samfélagsmál

Hvetjum íbúa Hörgársveitar til að sækja sér smitrakningar appið: Sjá hér:https://www.covid.is/app/is

Viðbrögð við heimsfaraldri

Bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar á 113. fundi sveitarstjórnar þann 26. mars 2020.

Engimýri 3, Hörgársveit – skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Hörgársveitar auglýsir skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir gistiþjónustu í Engimýri 3 í Hörgársveit. Fyrirhugað deiliskipulag nær til svæðis sem skilgeint er sem verslunar- og þjónustusvæði VÞ4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Starfsemi íþróttamiðstöðvar Hörgársveitar meðan samkomubann er í gildi

Opnunartími íþróttamiðstöðvar er óbreyttur en takmarkanir verða með eftirfarandi hætti:

Skrifstofa Hörgársveitar - erindum beint alfarið í gegnum síma og tölvupóst

Afgreiðslu skrifstofu Hörgársveitar hefur verið lokað tímabundið. Öllum erindum skal beint í gegnum símann 460-1750 og tölvupóstfangið horgarsveit@horgarsveit.is

Samkomubann, breytt skólahald og fleira

Kæru íbúar Hörgársveitar Eins og allir vita hefur verið sett bann á samkomur fjölmennari en 100 frá 16 mars til og með 13. apríl. Jafnframt eru stjórnvöld og stofnanir að aflýsa eða fresta ýmsum viðburðum. Lagt er til að minni samkomur og fundir verði einnig takmarkaðir og fjarfundabúnaður nýttur þar sem það er hægt.